Að öðru...

Ýmis mál varðandi nýja stjórnarskrá sem ekki fjalla beint undir stjórnskipan eða mannréttindaákvæði hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og langar mig aðeins að reifa pælingar um nokkur þeirra.

  • Stjórnarskránni á að vera hægt að breyta með einföldum meirihluta Alþingis og verði breytingin lögð til staðfestingar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ferli er stórundarlegt, þjóðin á að vera endanlegi stjórnarskrárgjafinn og þá ekki í gegnum Alþingiskosningar.

     

  • Eins og fram kom í síðustu færslu er ég fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Það er ekki vegna þess að ég hafi eitthvað á móti kristindómi, menningararfleið Íslendinga eða trúarbrögðum almennt, hreint ekki. Ég tel einfaldlega að það sé ekki í verkahring ríkisvaldsins að taka afstöðu í þeim málum og hygla ákveðnum trúarbrögðum eða lífskoðunum umfram önnur.

     

  • Hin margumrædda þjóðareign á auðlindum er svolítið flókin umræða og virðast menn leggja nokkuð ólíka merkingu í það hugtak, en ég tel sjálfsagt að í setja í stjórnarskrán ákvæði sem væri eitthvað á þá leið að náttúruauðlindir landsins væru í sameign þjóðarinnar og að um nýtingu á þeim skyldi kveðið á í lögum með þjóðarhag að leiðarljósi.

     

  • Aðild og stuðningur Íslands við stríðsátök ætti ekki að vera tekin af einstökum ráðherrum. Þjóðaratkvæðagreiðsla eða aukinn meirihluti þingsins ætti að vera forsenda fyrir svo róttækri yfirlýsingu. Herskyldu megi aldrei leiða í lög á Íslandi.

     

  • Ráðherrar, þingmenn, forseti og aðrir embættismenn eiga ekki að njóta sérstakrar friðhelgi gagnvart lögum eða dómstólum. Að mínu mati á að vera hægt að lögsækja þá alveg eins og aðra borgara og rétta yfir þeim fyrir hefðbundnum dómstólum.

     

  • Ætti ekki að tryggja að ráðning faglegra embættismanna verði í reynd byggð á faglegum forsendum frekar en pólitískum? T.d. að skipun þeirra þyrfti samþykki aukins meirihluta þingmanna til að ganga úr skugga um að ráðningar séu ekki eftir flokkslínum meirihlutans?

     

  • Velti fyrir mér hvort ekki ætti að setja einhvers konar ákvæði um stjórnmálaflokka eins og í þýsku stjórnarskránni. T.d. um að þeir starfi á lýðræðislegum grundvelli og um fjárframlög.

  • Upplýsingar um alla starfsemi, stefnu og ákvarðanatöku ríkisins skulu vera almenningi opnar og aðgengilegar nema ríkir almannahagsmunir eða einstaklingsréttindi krefjist leyndar

Að lokum vil ég nefna að mér finnst mjög mikilvægt að Alþingi krukki ekki í stjórnlagafrumvarpi stjórnlagaþingsins gegn vilja þess, heldur leggi frumvarpið beint fyrir þjóðaratkvæði.

Alþingismenn mega auðvitað koma með athugasemdir og ef stjórnlagaþingið fellst á þær má breyta frumvarpinu, en ég óttast mest að Alþingi geri úr nýrri stjórnarskrá marklaust plagg með málþófi og íhaldi sem kastar öllu þessu starfi á glæ. Ég mundi beita mér mikið fyrir því í umræðunni að alþingismenn vogi sér ekki að eyðileggja þetta magnaða tækifæri heldur láti þjóðina ráða för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband